Náttúrustofa Suðurlands leggur til að lundaveiðar verði bannaðar í Vestmannaeyjum í nokkur ár svo stofninn nái sér eftir fjórðungs minnkun síðustu ár. Lundastofninn er á niðurleið um land allt vegna fæðuskorts í kjölfar fækkunar sandsílis. Yfir 40% íslenska stofnsins er við Vestmannaeyjar þar sem fækkunin hefur orðið einna mest.