Rétt rúmlega átta í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna manns lenti í sjálfheldu í Hánni, nánar tiltekið í bjarginu fyrir ofan Prentsmiðjuna Eyrúnu. Afar sjaldgæft er að menn séu þar á ferð enda ekki um hefðbundna gönguleið að ræða.