Nýlega bárust fréttir af því að örfáir fuglafræðingar sem hafa atvinnu af því að rannsaka lífríki lundastofnsins í Vestmannaeyjum hefðu komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að takmarka mjög lundaveiðar eða banna þær vegna lélegrar nýliðunar. Þessar fréttir komu mér verulega á óvart vegna þess að lundastofninn er sérdeilis langt frá því að vera í útrýmingarhættu, vel á þriðju milljón fugla verpir í eynni en örfá prósent þeirra lenda sem hátíðarmatur á borðum Eyjamanna.