Í síðasta tölublaði Frétta var að finna orðsendingu frá Foreldrafélagi væntanlegrar 5 ára deildar í Hamarsskóla þar sem félagið harmi þau tíðindi að engin faglærður leikskólakennari skyldi sjá sér fært að sækja um stöðu við hina nýju deild. Á vef Vestmannaeyjabæjar svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs á þá leið að leitað verði allra leiða til að faglægrðir leikskólakennarar komi að starfi deildarinnar. Orðsendingarnar tvær má lesa hér að neðan.