1. deildarlið ÍBV átti ekki í neinum vandræðum með úrvalsdeildarlið GRV þegar liðin mættust í VISA bikarkeppni kvenna í kvöld. Eyjastúlkur höfðu mikla yfirburði, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem nánast um einstefnu að marki GRV var að ræða. Síðari hálfleikur var jafnari en Eyjastúlkur skoruðu engu að síður tvö mörk og unnu að lokum stórsigur 5:0.