Breiðablik náði bestum árangri allra á Pæjumóti TM og ÍBV sem lauk nú um miðjan dag í dag. Félagið lék til úrslita bæði í keppni A- og B-liða. B-liðið lagði Fjölni að velli eftir vítaspyrnukeppni og A-liðið lagði FH að velli eftir æsispennandi úrslitaleik. FH sigraði svo keppni C-liða. Þá fékk Arna Dís Arnþórsdóttir Lárusarbikarinn fyrir að vera leikmaður mótsins.