Það verður seint sagt að sigur Þróttar í kvöld gegn ÍBV hafi verið sannfærandi. Eyjamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik en voru ekki nógu grimmir upp við mark Þróttara og staðan í hálfleik var 0:0. Síðari hálfleikur var jafnari, Þróttarar komust í 2:0 áður en Þórarinn Ingi Valdimarsson minnkaði muninn í uppbótartíma.