Lögreglunni í Vestmannaeyjum var í vikunni afhentur poki með hvítu dufti en pokinn hafði fundist við einn af veitingastöðum bæjarins. Ekki er vitað hvaða efni er að ræða og er málið í rannsókn lögreglunnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.