Þingmennirnir Árni Johnsen og Bjarni Benediktsson úr Sjálfstæðisflokki höfðu í gærkvöldi ekki skráð fjárhagslega hagsmuni sína hjá skrifstofu forseta Alþingis, né útskýrt þar hvers vegna þeir gera það ekki. Frestur til skráningar rann út í fyrradag, en núverandi þingmenn hafa haft rúman mánuð til að skila upplýsingunum.