Útvarpssöðin FM957 fagnar á þessu ári 20 ára afmæli sínu og af því tilefni fer útvarpsstöðin hringferð um landið. Vinsælasti morgunþáttur landsins, Zúúber sendi út í beinni frá Volcano Café í morgun en þátturinn er með sterkar tengingar til Eyja enda tveir af þremur þáttastjórnendum beintengdir Eyjunum. Reyndar var fenginn afleysingarmaður í morgun, gamall útvarpsmaður á FM957 Sighvatur Jónsson hljóp í skarðið fyrir Siggu. Þátturinn og öll dagskrá útvarpsstöðvarinnar verður send út í beinni frá Volcano Café á morgun, föstudag.