Í gær færði Ólafur Hermannsson, fyrrum formaður Taflfélags Vestmannaeyja, félagin skákbókasafn sitt að gjöf. Safnið inniheldur 57 skákbækur og 25 árganga af tímaritinu Skák. Formaður TV, Karl Gauti Hjaltason tók við gjöfinni en Ólafur óskaði þess að bækurnar yrðu notaðar við kennslu og störf hjá félaginu.