Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur í kvöld á móti 1. deildarliði Víkings frá Reykjavík í 32ja liða úrslitum VISA bikarkeppninnar. Víkingum hefur ekki gengið sérlega vel í upphafi móts, liðið hefur unnið tvo leiki í 1. deildinni, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Að sama skapi hefur ÍBV ekki gengið mjög vel í úrvalsdeildinni það sem af er sumars. Leikur liðanna hefst klukkan 19.15 og fer að sjálfsögðu fram á Hásteinsvellinum.