Tuðruferðin til Færeyja hefur gengið vel en alls lögðu fimm tuðrur af stað áleiðis til Hornafjarðar í nótt. Þaðan verður svo siglt til Færeyja. Ein tuðran þurfti reyndar frá að hverfa á leiðinni austur í nótt en hinar fjórar halda áfram. Hilmar Kristjánsson, einn þeirra sem tekur þátt í ferðalaginu, sagði að siglingin í nótt hefði gengið eins og í sögu.