Starfsmanni Landakirkju varð á í messunni þegar hann sendi tilkynningu á Fréttir um messutíma í vikunni. Í kirkjudálki blaðsins er sagt að guðsþjónustan hefjist klukkan 13.00 sem er kolrangt. Hið rétta er að guðsþjónustan hefst klukkan 11.00 eins og alltaf á sumrin.