Stefnt er að því að fara í hópferð á leik Vals og ÍBV á mánudaginn. Til þess að svo geti orðið þarf að hafa hraðar hendur. Panta þarf vélina í dag þannig að allir sem áhuga hafa á að koma með eru beðnir um að hafa samband við Gest framkvæmdastjóra í dag í síma: 820-1891. Verð er kr. 12.500.- og innifalið er flug fram og til baka og miði á völlinn.