Hópurinn sem hyggst sigla á tuðrum frá Vestmannaeyjum til Færeyja, með viðkomu á Höfn í Hornafirði, lagði af stað áleiðis til Færeyja nú í kvöld. Áætlaður siglingatími er sextán klukkustundir, yfir opið Atlantshafið. Ef allt gengur upp ættu tuðrurnar fjórar og harðplastbáturinn sem fylgir með, að komast til Runavikur í Færeyjum um eða eftir hádegi á morgun.