Um miðnætti lagði hópur fólks upp í fyrsta legg á leið sinni til Færeyja. Ferðamátinn er óvenjulegur í meira lagi, en siglt verður á gúmmíbátum eða tuðrum alla leið. Siglingunni er skipt í tvennt, fyrst er siglt frá Eyjum og til Hornafjarðar og þaðan svo til Færeyja. Áætlað er að fyrri leggurinn taki um níu tíma í siglingu og sá síðari um sextán tíma.