Félag leikskólakennara í Vestmannaeyjum tekur undir með foreldrafélagi fyrirhugaðrar 5 ára deildar um nauðsyn þess að leikskólakennarar starfi við deildina. Jafnframt bendir félagið á að það vantar leikskólakennara bæði við Kirkjugerði og Sóla þar sem einungis einn leikskólakennari er á flestum deildum. Samkvæmt lögum um leikskóla eiga 2 af hverjum 3 starfsmönnum að vera leikskólakennaramenntaðir.