Allir þingmenn Alþingis fyrir utan Árna Johnsen hafa lokið við skráningu á fjárhagslegum hagsmunum sínum hjá skrifstofu forseta Alþingis. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, upplýsti um hagsmunatengsl sín í gær en á miðvikudaginn í síðustu viku höfðu þeir tveir ekki lokið við að skrá upplýsingarnar.