Vegna umfjöllunar á eyjafrettir.is um að lundaveiði í Vestmannaeyjum verði bönnuð í sumar vill undirritaður taka eftirfarandi fram. Í auglýsingunni, sem birtast mun í bæjarblöðum í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn, er skýrt tekið fram að bannið nái eingöngu til þess tíma er umhverfis- og skipulagsráð heimilar slíkar veiðar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að banna lundaveiði með öllu í sumar. Sú auglýsing sem birtast mun í vikunni er eingöngu birt til að koma í veg fyrir að óheftar lundaveiðar hefjist 1. júlí. Umhverfis- og skipulagsráð og bæjarstjórn Vestmannaeyja mun eftir sem áður taka ákvörðun um veiðar á fyrstu dögum júlímánuðar.