Lundaveiði hefur verið bönnuð um ótilgreindan tíma í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfis- og framkvæmdasviði bæjarins sem hefur heimildir til lundaveiða á sinni könnu. Bannið gildir á skipulagssvæði Vestmannaeyjabæjar, sem er á Heimaey og úteyjar og sker Vestmannaeyja. Tilkynninguna má lesa hér að neðan.