Strákarnir úr áhöfninni á Vestmannaeyja VE vöktu mikla athygli á hátíðardansleik Sjómannadagshelgarinnar þegar þeir stukku upp á svið og sungu og spiluðu fyrir matargesti. Viðtökurnar voru þannig að nú á að nýta næstu tólf mánuði til æfinga og mæta fílelfdir til leiks að ári. Þessar myndir bárust ritstjórn Eyjafrétta og eins og sjá má, er sungið úti á dekki á Vestmannaey VE.