Kvennalið ÍBV er komið í átta liða úrslit eftir glæsilegan sigur á úrvalsdeildarliðinu Afturelding/Fjölnir í dag. Lokatölur urðu 1:3 fyrir ÍBV en sigurinn kom í framlengdum leik. Þórhildur Ólafsdóttir kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en heimastúlkur jöfnuðu snemma í þeim síðari. Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði svo bæði mörk ÍBV í seinni hálfleik framlengingarinnar og tryggði 1. deildarliði ÍBV sæti í átta liða úrslitum bikarkeppninnar.