Fyrsta formlega Herminator Invitational fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum í dag en mótið er góðgerðarmót þar sem landsþekktir einstaklingar sýna leikni sína í golfíþróttinni. Heiðursgestur mótsins var enski knattspyrnumaðurinn Sol Campbell, sem sýndi ágætis tilþrif við hreint frábærar aðstæður á vellinum í Eyjum.