Kvennalið ÍBV var í hattinum þegar dregið var í 8 liða úrslitum VISA bikarkeppninnar nú í hádeginu. Óhætt er að segja að Eyjastúlkur hafi verið óheppnar með dráttinn en ÍBV mætir úrvalsdeildarliði Fylkis á útivelli í átta liða úrslitum keppninnar. ÍBV hefur þegar slegið tvö úrvalsdeildarlið úr keppni, fyrst GRV á heimavelli og nú síðast sameiginlegt lið Aftureldingar og Fjölnis á útivelli. Fylkir er sem stendur í fimmta sæti úrvalsdeildar og er klárlega besta liðið sem ÍBV hefur mætt til þessa í keppninni.