Það var mikið að gera á flugvellinum í Vestmannaeyjum um helgina enda var mikill gestagangur í Eyjum vegna Shellmóts, golfmóta og skemmtiferðaskipa. Um tíma voru samtímis á flugvellinum 5 stórar flugvélar, 1 Daz og 4 fokker 50, auk flugvéla frá Flugfélagi Vestmannaeyja og Örnum. Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem fimm svo stórar vélar eru samtímis á vellinum.