Í ár eru 36 ár frá gosi, miklu hefur verið kostað og vandað til, því það er vilji okkar að haldin sé vegleg Goslokahátíð ár hvert, þó stórafmælin verði eftir sem áður veigameiri. Eins og ávallt heldur Vetmannaeyjabær hátíðina öllum að kostnaðarlausu. Á því verður ekki gerð breyting. Sú nýbreytni er þó í ár að Goslokanefndin selur merki hátíðarinnar til að standa staum að hluta þess kostnaðar sem til fellur. Hvetjum alla til þess að kaupa og bera merkin, og styrkja þar með hátíðina.