Í dag, 3. júlí eru 36 ár liðin frá því að Almannavarnarnefnd tilkynnti að eldgosinu á Heimaey væri lokið. Hreinsunarstarf hafði hafist nokkru fyrr og eyjan var farin að grænka. Við tók mikið og erfitt hreinsunarstarf sem stóð næstu ár en Heimaey var nánast öll þakin vikri. Þó var lokið við að hreinsa sjálfan bæinn að mestu leyti strax í ágúst sama ár. Áætlað var að um miðjan september hafi um 800 þúsund smálestum verið ekið af götunum.