Garða og götuverðlaun í Árborg 2009

Umhverfis og skipulagsnefnd Árborgar hefur ákveðið að velja fallegustu garðana í sveitarfélaginu á árinu 2009 og eins verður fallegasta gatan valin.

Verðlaunin verða veitt í júlí.

Ábendingar um fallega garða og götur eru vel þegnar og skulu þær berast til Siggeirs Ingólfssonar í síma 863 1182 eða [email protected]