KFS vann stórsigur í kvöld á Þrótti Vogum þegar liðin áttust við á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. Liðin leika í B-riðli 3. deildar en fyrsti leikur liðanna endaði með 2:4 sigri KFS. Lokatölur í kvöld urðu hins vegar 5:0 fyrir KFS en leikurinn var þó jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Staðan í hálfleik var 2:0.