KFS tekur á móti Þrótti Vogum í dag en leikur liðanna átti upphaflega að fara fram á laugardaginn. Þá var honum hins vegar frestað vegna veðurs. Á vef KSÍ er leikurinn auglýstur klukkan 16.00 í dag en Trausti Hjaltason, aðstoðarþjálfari félagsins hafði samband og sagði að leikurinn færi fram klukkan 20.00 á Þórsvelli. Leiðréttingunni er hér með komið á framfæri.