Það er vaxandi ferðamannastraumur til Vestmannaeyja og eru t.d. fleiri þúsund manns staddir þar flestar helgar sumarsins. Það eitt kallar á öflugar samgöngur milli lands og Eyja. Fyrir Eyjamenn sjálfa skiptir það höfuðatriði að geta stólað á öruggar samgöngur. Þótt þægilegt og gott sé að nýta sér flugið er það nú bæði mun dýrara en að sigla og eðli málsins tekur maður ekki bílinn með sér í flugvélina. Það skiptir því öllu að góðar samgöngur séu á sjónum milli lands og Eyja.