Töluverður erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og um helgin enda fjöldi fólks í bænum í tengslum við Goslokahátíð. Lögreglan hafði í nógu að snúast um helgina við að aðstoða fólk til sína heima enda var töluverð ölvun í bænum. Þá var nokkrum ungmennum vísað út af veitingastöðum bæjarins en þau höfðu ekki aldur til að vera þar inni. Þá var eitthvað um stympingar en engar kærur liggja fyrir.