Margir hafa mikinn áhuga á framkvæmdum við Landeyjahöfn, enda er þess vænst að höfnin muni verða mikil lyftistöng fyrir mannlíf í Vestmannaeyjum og á Suðurlandi. Nú hefur vefmyndavél verið komið fyrir í Bakkafjöru og sendir hún á mínútu fresti nýja ljósmynd á heimasíðu Siglingastofnunar þar sem fylgjast má með byggingu hafnarinnar.

Áhugafólk um uppbyggingu samgöngumannvirkja geta fundið vefmyndavélina á þessari slóð::

http://www.sigling.is/pages/1170