Eimskipafélag Íslands var á dögunum dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Kjartani Guðfinnssyni 700 þúsund krónur eftir að Kjartan rann til í bleytu á klefagangi Herjólfs, sem Eimskip rekur. Kjartan, sem gekk við hækju áður en slysið varð, var á leið út úr lyftu skipsins á fjórðu hæð þegar hækjan rann til með þeim afleiðingum að hann féll og lærbrotnaði.