Ljósmyndir frá ljósmyndamaraþoni sem fór fram á Humarhátíð á Höfn í Hornafirði um nýliðna helgi verða áfram sýndar í Nýheimum út vikuna. Keppendur þurftu að skila af sér 10 myndum um mismunandi þemu og fengu til þess ákveðinn tíma.