Svo virðist sem allt sé vaðandi í makríl við Vestmannaeyjar en eins og kunnugt er voru makrílveiðar bannaðar frá og með gærdeginum. Í gær fréttist af stangveiðimönnum sem veiddu makríl rétt austan við Heimaey og í dag litu tvær ungar stúlkur við á ritstjórn Eyjafrétta en þær höfðu báðar veitt makríl í Vestmannaeyjahöfn.