Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram viðamikla þingsályktunartillögu um nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs ástands efnahagsmála. Markmið þeirra aðgerða sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórn að ráðast í er að bæta stöðu heimila og fyrirtækja, endurheimta tiltrú á íslensku efnahagslífi, skapa sameiginlegan skilning á mikilvægi brýnustu aðgerða, tryggja hvata til atvinnusköpunar og hagvaxtar og skapa skilyrði til þess að Íslendingar verði að nýju í hópi samkeppnishæfustu þjóða heims.