Sóknarmaðurinn Elías Ingi Árnason hefur ákveðið að halda á heimaslóðir og spila út tímabilið með 1. deildarliði ÍR. Þaðan kom Elías Ingi fyrir tímabilið og var hann markahæsti leikmaður þeirra í fyrra. Hann hefur ekki náð að vinna sér sæti í ÍBV liðinu og hefur því ákveðið að söðla um.