Eins og flest allir vita þá hafa makrílveiðar verið bannaðar og allar flottrollsveiðar sunnan 66°N. Bannið við veiðunum kom ekkert á óvart en mér fannst fyrirvarinn heldur snubbóttur. Þessar makrílveiðar voru hálfgerður kjánaskapur frá upphafi til enda en þessi kvótasetning hjá vinstri-græna ráðherranum voru fyrstu mistökin sem gerð voru.