Það stefnir í metaðsókn á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Rúmlega sjö þúsund manns hafa staðfest pantanir með flugi og Herjólfi. Það eru um eitt þúsund fleiri bókanir en á sama tíma í fyrra nú þegar hálfur mánuður er til Verslunarmannahelgarinnar.