Heimsmeistaramót í svokölluðu tennisgolfi fór fram í Vestmannaeyjum í dag. Þar eru golfkylfur notaðar til að koma tennisbolta á áfangastað. Það reynir ekki síður á útsjónarsemi en höggþunga í þessari nýlegu íþróttagrein.