Ásmundur Friðriksson, Eyjamaður og núverandi bæjarstjóri í Garði á Reykjanesi mun flytja hátíðarræðu Þjóðhátíðarinnar 2009 en Ásmundur var viðstaddur blaðamannafund Þjóðhátíðarnefndar í síðustu viku. Það verður vafalaust slegið á létta tóna í ræðu Ásmundar enda var hann einn af forsvarsmönnum Hrekkjalómafélagsins á sínum tíma. Þá er dagskrá Þjóðhátíðarinnar að taka á sig mynd og má sjá hana hér að neðan.