Mikil brennisteinslykt hefur verið úr Jökulsá á Sólheimasandi undanfarna daga, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Skjálftavirkni hefur verið undanfarna daga í Eyjafjallajökli. Almannavarnir fylgjast með gangi mála þar ásamt Veðurstofu Íslands. Ekki hefur verið talin ástæða til frekari rástafana að svo komnu máli en áfram verður fylgst vel með. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli.