Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC er frétt þar sem fuglafræðingar í Skotlandi segjast hafa fundið elsta lunda Evrópu, 34 ára gamlan. Bretarnir hafa reyndar aðeins hlaupið á sig því elsta lundinn fannst í Eyjum fyrir tólf árum. Á Safnavef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að elsti lundi sem fundist hefur við Vestmannaeyja, hafi verið 35 ára gamall, veiddur í lundaháf í Suðurey 18. júlí 1996 og sleppt aftur sama dag. Það bendir því allt til þess að elsti lundinn sé ekki skoskur, heldur íslenskur. Sömu heimild er að finna á www.heimaslod.is.