Leikurinn gegn Fram í kvöld olli miklum vonbrigðum því eftir góða leiki undanfarið, gegn Keflavík og FH, vonuðust stuðningsmenn ÍBV eftir að liðið sitt myndi halda áfram á sömu braut gegn Fram, sem er klárlega ekki jafn sterkt lið og Keflavík og FH. Leikmenn ÍBV náðu hins vegar ekki að halda sama dampi og niðurstaðan varð 1:1 jafntefli í ótrúlega daufum leik. Þróttur lagði hins vegar Breiðablik í kvöld 4:0 og er ÍBV því komið í neðsta sæti Pepsídeildarinnar þegar Íslandsmótið er rétt rúmlega hálfnað.