Háhyrningar breyta um tíðni hljóða

Dæmi eru um að háhyrningar hafi breytt tíðni samskiptahljóða vegna mikillar bátaumferðar. Þetta er meðal þess sem erlendir vísindamenn kanna við rannsóknir á háhyrningum við Vestmannaeyjar sem staðið hafa yfir undanfarnar vikur. (meira…)

Háhyrningar léku listir sínar fyrir ferðamenn

Mikið líf hefur verið í sjónum umhverfis Heimaey undanfarna daga en áður hefur verið sagt frá markrílvöðu sem var vestan við eyjuna í lok síðustu viku. Þá hafa háhyrningar elt fæðuna og leika um leið listir sínar fyrir þá sem á horfa. Þeir urðu því ekki fyrir vonbrigðum ferðamennirnir um borð í ferðamannabátnum Víkingi sem […]

Eldur í sumarbústað í Munaðarnesi

Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að engan hafi sakað þegar eldur kviknað í sumarbústað í Munaðarnesi nú í morgunsárið. Fimm manna fjölskylda slapp ómeidd. Slökkvilið Borgarbyggðar var kallað út laust fyrir klukkan sex. Þegar það kom á vettvang logaði í forstofu bústaðarins. Vel gekk að slökkva eldinn en bústaðurinn er mikið skemmdur. (meira…)

Herjólfur siglir á annarri vélinni

Farþegaskipið Herjólfur siglir á annarri vélinni en skipið hélt af stað úr höfn á sínum venjulega tíma í morgun eða klukkan 8:15. Í nótt var unnið að viðgerð á annarri af tveimur aðalvélum skipsins en samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi, tók viðgerðin lengri tíma en áætlað var. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.