Farþegaskipið Herjólfur siglir á annarri vélinni en skipið hélt af stað úr höfn á sínum venjulega tíma í morgun eða klukkan 8:15. Í nótt var unnið að viðgerð á annarri af tveimur aðalvélum skipsins en samkvæmt upplýsingum sem fengust um borð í Herjólfi, tók viðgerðin lengri tíma en áætlað var.