Frá miðvikudeginum 29. júlí til föstudagsins 31. júlí verður sérstakur upphitunar útvarpsþáttur fyrir Þjóðhátíð 2009 kl. 13-16 á Suðurland FM 96,3. Þátturinn, sem er í umsjá Bessa Hressa og Vignis Egils, nefnist Í brekkunni og verður öllu til tjaldað til að koma fólki í rétta gírinn.