Ennþá eru laus sæti hjá Flugfélagi Vestmannaeyja til Eyja um Þjóðhátíðina. Flugfélag Vestmannaeyja hefur bætt við sig flugvélum og stóraukið sætaframboð. Það er því ljóst að um loftbrú milli Bakka og Vestmanneyja verður um hátíðina og að farnar verði á bilinu 400-500 feðrir frá miðvikudeginum 29.júlí til 4.ágúst. Um 1000 manns hafa nú þegar bókað og greitt flug hjá Flugfélaginu.